ÍBV er búið að fá góðan styrk í sóknarleikinn fyrir sitt unga lið, ekki síst eftir að ekkert varð úr því að leikmennirnir tveir frá Stoke kæmu til Eyja. Liðið vantar tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn, enda hefur það ekki skorað mark í tveimur fyrstu leikjum sínum á Íslandsmótinu. Kannski að hjálp ÍBV heiti Tómas Ingi Tómasson.

Tómas Ingi Tómasson (31) hefur skrifað undir samning við ÍBV út þetta tímabil. Tómas Ingi hefur leikið með AGF í Danmörku frá haustinu 1998 og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en hefur fengið sig lausan undan honum þar sem hann var ekki inni í framtíðaráætlunum þjálfara liðsins.

Tómas eyjamaður og lék með ÍBV seinni part tímabilsins í fyrra. Hann hefur komið víða við á ferlinum og leikið í ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti, Reykjavík, hér á landi auk AGF í Danmörku, Raufoss í Noregi og FC Berlin í Þýskalandi.