Skurðlæknirinn sem skar Ronaldo upp segir að Ronaldo sé loksins orðinn heill og geti spilað í hæsta gæðaflokki á ný.

“Ronaldo getur spilað í hvaða leik sem er í hæsta gæðaflokki. Hann þarf ekki lengur bara að spila í æfingaleikjum,” sagði læknirinn.

Forráðamenn Inter vilja þó ekkert drífa sig því þeir vilja hafa hann í toppstandi næsta vetur.

Það eru þó óneitanlega góðar fréttir að þessi frábæri knattspyrnumaður sé loksins klár í slaginn á ný.