Florentino Perez, forseti Real Madrid, er genginn af göflunum í þeirri fantasíu að ná í Zinedine Zidane. Nýjasta tilboðið frá honum hljóðar svo: $45 milljónir plús Claude Makelele, Michel Salgado og Flavio Conceicao.
Ég meina, Zizou er auðvitað einn albesti leikmaðurinn í heiminum í dag, en er hann alls þessa virði. Ég vil fá álit á þessu hjá hugabræðrum mínum hér á Ítalska boltanum. Er þetta nú ekki fullmikið af því góða? Eða er Zidane kannski bara þess virði- eins og Figo var sinna peninga virði? Þessi Evrópubolti er náttúrulega orðinn svakalegur bissness.