Fylkismenn leita nú allra leiða til að ná keppnisleyfi fyrir Errol McFarlane framherja þeirra. Errol, sem er frá Trínidad og Tobago hefur ekki getað tekið þátt í fyrstu leikjum Fylkis þar sem hann hefur ekki fengið leyfið en líbanska liðið Nejmeh sem hann lék með hefur ekki viljað skrifa undir félagaskiptin. Árbæingar hafa sent öll gögn í málinu til FIFA og gera sér vonir um að sambandið gefi út keppnisleyfi fyrir McFarlane í vikunni þannig að þeir geti teflt honum fram í leiknum við Val um næstu helgi.

Valsmenn eru í svipuðum vandræðum en þeir hafa staðið í miklum skriffinskum vegna hins umtalaða Schengen-samnings. Þeir eiga von á rúmenanum Constantin Stanicic á næstu dögum. Leikmaðurinn er 31 árs miðjumaður og á að baki 8 A-landsleiki fyrir Rúmena. Hann hefur skorað 60 mörk í rúmensku 1.deildinni. Hljómar ekki illa!