Vieira leikmaður ársins 2001 Patrick Vieira var veittur titilinn leikmaður ársins nú í dag en þessi titill kemur frá aðal styrktaraðilum ensku úrvalsdeildarinnar sem heita Carling (held það sé bjór framleiðandi).

En eins og Mbl.is orðar þetta:
Franski miðjumaðurinn, Patrick Vieira hjá Arsenal, hefur verið kjörinn leikmaður ársins af bakhjörlum úrvalsdeildarinnar. Þessi útnefning undirstrikar gott tímabil hjá hinum 24 ára gamla Vieira, sem þykir líklegur framtíðarfyrirliði á Highbury. Carling er aðalstyrktaraðili úrvalsdeildarinnar og er deildin kennt við fyrirtækið. Teddy Sheringham sóknarmaður Man United varð fyrir valinu hjá fjölmiðlamönnum og samtökum leikmanna.