Marcelo Bielsa, landsliðseinvaldur Argentínu, valdi ekki Gabriel Batistuta í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kólumbíu 3. júní næstkomandi.

Batistuta hefur ekki leikið fyrir Argentínu síðan hann skoraði í landsleik gegn Uruguay í október síðastliðnum og verður það að teljast með ólíkindum að Bielsa telji sig ekki hafa not fyrir þennan frábæra framherja.

Annars er hópurinn svona:


Markverðir: German Burgos (Real Mallorca), Pablo Cavallero
(Celta Vigo)


Varnarmenn: Roberto Ayala (Valencia), Nelson Vivas
(Arsenal), Mauricio Pochettino (Paris St Germain), Roberto
Sensini (Parma), Eduardo Berizzo (Celta Vigo)


Miðjumenn: Javier Zanetti (Inter Milan), Diego Simeone
(Lazio), Juan Pablo Sorin (Cruzeiro), Juan Sebastian Veron
(Lazio), Matias Almeyda (Parma), Marcelo Gallardo (Monaco),
Pablo Aimar (Valencia), Kily Gonzalez (Valencia).


Framherjar: Hernan Crespo (Lazio), Claudio Lopez (Lazio),
Gustavo Lopez (Celta Vigo)