Síðasti skandallinn hjá dómara var núna í leik Arsenal og Liverpool þar sem G.Poll fór hamförum. 3 rauð spjöld og 5 eða sex gul. nokkrir mikilvægir rangir dómar sem allir höfðu áhrif á leikinn. t.d. brot á Barmby á 5 mín við vítateig. Hornspyrnudómur á L´pool þegar myndavélar og allir á vellinum sáu að boltinn fór af leikmanni Arsenal út af. Rangstöðudómur á Smicer þegar hann var að sleppa einn í gegn (sjónvarpið sýndi að sá dómur var einnig rangur).
Þessir röngu dómar beindust allra helst að liverpool og hlýtur því sú spurning að vakna upp hvað Poll hafi á móti þeim. L´pool hefur ekki unnið leik þar sem Poll hefur verið dómari (alla vega í tíð Houlliers).
Miðað við leikinn vann Arsenal sanngjarnan sigur en er hægt að tala um sanngjarnt þegar dómarinn er svona augljóslega á móti öðru liðinu?