Ég ákvað að horfa á leik AC Milan og Manchester United í meistaradeildinni á þriðjudaginn. Eftir að hafa séð myndir úr Chelsea - Barcelona sá ég samt eftir því því að sá leikur leit mun skemmtilegri út heldur en rauði slagurinn í Milan.
Þennan leik átti AC Milan og þeir spiluðu mun betur. Kaká, Gattusso, Cafú, Nesta og Stam voru allir frábærir á meðan Rooney og Van Nistelrooy voru alveg hrikalegir. Ég skil ekki hvernig Ferguson gat leift Rooney að spila allan leikinn. Ég hefði viljað sjá Alan Smith koma inn mikið fyrr og það í staðinn fyrir Rooney.
Leikurinn byrjaði heldur sakleysislega og það komu alls ekki mörg færi í fyrsta hálfleik fyrir utan þá skot Giggs í stöngina og skot frá Kaká sem að fór í slánna.
Þetta leit semsagt vel út fyrir AC Milan hálfleik og í öðrum hálfleik tóku Milan algjörlega við stjórn!!
Crespo var ekki í neinu toppformi en það var gott að hann var ekki tekinn af vellinum því að hann skoraði eina mark leiksins með ótrúlega flotti og vel miðuðu skallamarki.
Í endanum voru Milan meira að segja farnir að leika sér aðeins að Man Utd leikmönnunum sem höfðu bara ekkert að segja við því.
Ég ætla hér að dæma 6 menn út hverju liði og þessi dómur ætti að sýna afhverju AC Milan voru mikið betri og unnu:

Manchester United

4.5
Rooney - Hann snerti varla boltann og var alls ekki eins agressívur eins og hann er venjulega. Hann missti boltann þegar hann fékk hann. Átti ekki skilið að spila allan leikinn!

5.0
Van Nistelrooy - Hann átti örugglega bestu möguleikana en það var bara því að hann fékk boltan af einhverjum öðrum í fullkominni stöðu. Hann klúðraði hverju einasta færi með einhverju skoti sem að hitti 5 metrum frá markinu þótt að hann stóð 1 metra frá markinu. Hann er ekki í formi og það sá fólk í þessum leik.

7.5
C. Ronaldo - Ef það var einhver sem mundi byggja upp gott færi þá var það Ronaldo sem að hljóp mikið og sýndi að hann er fljótur í fótunum. Stundum var hann samt frekar eigingjarn og skaut sjálfur þegar hann gat sent boltann. Eins og venjulega fannst mér hann líka reyna of mikið af trixi sem að virkaði ekki. Hann var samt einn af bestu United leikmönnunum.

8.5
Silvestre - Sýndi að hann er einn af bestu varnarmönnum í heimi. Þorði að mæta AC Milan leikmönnunum og leisti allt mjög vel. Vörnin var það sem að bjargaði Man Utd frá ennþá stærra tapi og Silvestre átti stórann hluta af því.

8.5
Ferdinand - Örugglega einn besti varnarmaður í heimi og hann sýndi það í þessum leik. Frábær vörn frá honum og Silvestre leiddi til þess að United töpuðu einungis með 1-0 þegar það hefði getað verið 2-0 eða 3-0!!

9.0
Giggs - Hann hækkaði hraðann í leiknum. Hann byrjaði oft að hlaupa og var mjög nálægt því að skora. Því miður fékk hann högg á andlitið í öðrum hálfleik og þurfti að fara út.
Hann hefði verið líklegur til þess að skora hefði hann haldið áfram að spila!!
—————————————————

AC Milan

8.0
Crespo - Hann skoraði eina mark leiksins og það var flott. Hann var líka mjög góður í öðrum hálfleik. Í fyrri hálfleik var hann hins vegar ekki góður og ég hélt að honum yrði skipt útaf í hálfleik. Hann var alltaf rangstæður í fyrsta hálfleiknum og hann hlýtur að hafa tekið eftir því því að hann stóð stundum 10 metrum fyrir aftan aftasta Man Utd leikmann. Það var eins og hann vissi ekki hvað rangstæða er. Hann byrjaði samt að sýna hversu góður hann er í öðrum hálfleik!!

8.5
Rui Costa - Gamli maðurinn er ennþá í formi. Ekki hélt ég það og heldur ekki neinn annar en í þessum leik sýndi hann það með frábærum hraða og nokkrum færum.

8.5
Stam - Kannski var hann svona góður því að hann var að keppa á móti gamla liðinu sínu. Hann var allavegana frábær í vörninni og hljóp mjög mikið fram. Mikill hraði í kallinum og frábært spil frá byrjun til enda!!

9.0
Cafú - Alveg frá fyrstu sekúndu leiksins sá maður að hann var í einhverju rosa stuði. Hann færði sig alltaf lengra og lengra upp á vellinum og spilaði sem kantmaður í endanum á leiknum. Hann átti bestu sendingarnar inn í teiginn og þar á meðal átti hann sendinguna að Crespo sem að skoraði eftir sendinguna.

9.5
Kaká - Sýndi og sannaði að hann er einn af bestu fótboltamönnum í heimi. Alveg ótrúlegt hvað hann var fullkominn í þessum leik og var oft nálægt því að skora. Hann hljóp hratt og vildi mikið.

9.5
Gattusso - Ég gæti skrifað heila ritgerð um hversu góður Gattusso var í þessum leik en til þess að stytta það þá get ég sagt að hann með sýnum persónuleika fékk áhorfendurna að hitna. Hann var skemmtilegur allan tímann og byrjaði stundum bara að leika sér að Man Utd mönnum sem að gátu ekkert gert til að svara Gattusso. Í endanum á leiknum var hann nálægt því að skora eftir að hafa sólað sig fram hjá 5-6 United mönnum með smá hjálp að ótrúlega flottu hælsparki frá Kaká. Hefði þetta verið mark hefði ég brosað allt kvöldið. Hann og Kaká sigruðu Manchester United.
————————————————-

P.S AC Milan hefði átt skilið víti í seinni hálfleiknum eftir að Man Utd leikmaður lét sig detta á boltann og tók hann með höndunum. Þegar hann tók eftir að dómarinn fylgdist ekki nógu vel með tók hann hendurnar af boltanum eins og ekkert hefði gerst og hélt áfram að spila.

Kv. StingerS