Fullyrt er í Sunday mirror að Youri Djorkaeff sé á leið frá Kaiserslautern til Arsenal og hitti þar fyrir fullt, fullt af frönskum félögum. Kaiserslautern hefur gefið út yfirlýsingu um að hann fái leyfi til að yfirgefa þá í sumar þó hann eigi 1 ár eftir af samningi. Eins gott að fá aur í budduna. Ekki er þó minnst á verð en hann er sleipur í fótbolta strákurinn.

Glenn Hoddle hefur boðið 5 og hálfa millu í Garreth Southgate hjá Villa en hann má fara fyrir “rétt” verð. Þarf sennilega að bæta við einhverjum hundraðköllum til að fáánn.

Þó líklegt sé að Djorkaeff komi til Arsenal gæti Silvinho verið á förum en Fiorentina vill hann fyrir 8 millur. Silvinho á í baráttu við Ashley Cole og kannski vill hann bara fá að spila og fer (og fær sennilega meiri pening í rassvasann).

Aston Villa er á eftir Frakkanum Lilian Martin sem er á skammtímasamningi hjá Derby. Þó eru það meiri fréttir að þeir eru æstir í að fá Ástralann Danny Tiotto frá Man City sem er nú bæði fallið og þjálfaralaust. Tiotto fer örugglega enda ekki bara Aston Villa sem vill krækja í hann.
Persónulega fannst mér Villa spila lélegan bolta í vetur og er hissa hvað þeir voru þó ofarlega. Það kæmi mér verulega á óvart ef þeir gera einhverjar rósir næsta vetur.