Fyrir einum tug ára var enski boltinn “upp á sitt besta” eins og þeir segja. Þið hljótið að hugsa “er hápunkturinn ekki núna?” Svarið er nei.

Þegar Manchester United voru að einoka knattspyrnuna á Englandi, var það ekki fengið með óhreinum peningum frá ríkum útlendingi. Þeir unnu fyrir þessu.
Sir Alex Ferguson tók við liðinu í molum árið 1986 og gerði það að stærsta félagsliði Englands, jafnvel Evrópu. Ungir piltar eins og Ryan Giggs, Beckham, Scholes, Neville’s og svo mætti lengi telja, voru allir ungir og aldir upp hjá liðinu.
Liðið fór að sigra leiki og vinna bikara, deildina ofl. snemma á 10. áratugnum.
Aðdáendur annara liða eru sumir að tauta yfir því hversu lélegt þetta er að þeim að nota sömu taktík og Chelsea, kaupa leikmenn fyrir 30 milljónir eða minna.
Það passar ekki því að þeir þurftu að stríta fyrir þetta og vinna fyrir þessum peningum.

Annað en Chelsea “besta liðið á Englandi” FC. Þeir hafa ekkert þurft að hafa fyrir hlutunum á leikmannamarkaði. Bara að yfirbjóða.
Hvað vilt þú í laun? Hvað viljið þið fyrir manninn?
Þetta eru spurningar sem er spurt um við kaup á leikmönnum hjá Chelsea. Mætti halda að þeir líti ekki einu sinni á pappírinn þegar samningurinn er undirritaður.
Enda eru leikmenn í varaliðinu með 100.000 pund á viku, á meðan næst besti leikmaður heims tvö ár í röð er með 80.000 pund á viku.

Sumir segja að þetta geri boltann bara skemmtilegri. Ég er ósammála, að gera boltann skemmtilegri er hægt, bara ekki með 200 milljónum í leikmannakaup.
Enda eru stjórar farnir að koma fram og bjóða hroka.is birginn. Td. Kevin Keegan sagði nýlega í viðtali að bilið milli toppliðanna og botnliðanna er of stórt.
Hversu erfitt er fyrir lið eins og Ipswich og Wigan að koma upp á næsta ári og sjá fram á 5-0 töp gegn Arsenal, Chelsea og Manchester?
Newcastle kom upp úr 1. deild og fóru beint í 3. sæti. Þetta gæti ekki gerst aftur.

En hvaðan koma allir þessir peningar hjá Roman?
Ég las á Liverpool-spjallinu að hann og félagar sínir væru ákærðir og undir rannsókn hjá ríkinu úti vegna stórra skattsvika. 3,5 milljarðar punda! Hvað ef hann hefði notað þessa peninga til þess að gera eitthvað fyrir Rússland? Hann heldur núna úti héraði í Síberíu. Með þessa peninga sem hann hefur lagt í liðið gæti hann ekki hjálpað nokkrum héröðum í viðbót?

“Nei, peningar kaupa ekki titilinn.”
Þetta var sagt þegar hann kom og keypti Duff, Cole, Parker, Crespo, Verón og alla þessa leikmenn. Ég er farinn að óttast að þetta er satt.
Þeir hafa lagt undir sig League-cup, eða eins og við köllum hann “Worthless-cup.”
Hvað kemur næst? Deildin er nánast komin. CL er erfitt fyrir þá þar sem Barca eru með gott forskot á þá.

José Morinho er mesta fí fl og mesti snillingur sem ég hef séð í þessum bransa.
fí fl: hann telur liðið vera þar sem það er vegna þess að HANN lagði svo hart að sér.
Snillingur: hrokinn nær að espa leikmenn og þjálfara upp svo að þeir nái ekki að einbeita sér í staðinn fyrir að vera í viðtölum að tala um José.

Niðurstaða: Chelsea nánast á markaðinn í dag. Ef þeir munu eiga England líka án þess að önnur lið taka á þeim, er ég farinn.
Ég fer kannski að fylgjast betur með mínum mönnum í Serie-A?
Þessi deild er allavega á hraaaðri niðurleið.