Þann 18.maí 2001 sá ég spurningu dagsins, og hún var um lýsara á erlendum boltaíþróttum á Stöð 2 og Sýn. Það eru þeir Snorri, Valtýr Björn, Hörður, Arnar, Guðjón(Gaupi) og Þorsteinn. Arnar og Þorsteinn hafa reyndar ekki lýst mörgum leikjum upp á síðkastið en hinit eru eins misjafnir og þeir eru margir.
Með því að heyra þá lýsa þá veit maður með hvaða liði þeir halda með í enska boltanum:
Man.Utd = Snorri og Valtýr.
Liverpool = Hörður og Gaupi.
Leeds = Arnar.
??? = Þorsteinn.
(Afsakið mig ef þetta er vitlaust)

Sumir af þessum lýsurum eru svakalega hlutdrægir og nefni ég dæmi Man.Utd mennina, Snorra og Valtý.
Persónulega finnst mér Valtýr lang leiðilegasti lýsarinn án þess að vera með eitthvern móral gagnvart honum. Hann tönglast á sömu hlutunum allan leikinn og ef Man.Utd tapar er varla hægt að hlusta á hann; afsakar þá í hvívetna. Auk þess er hann með ömurlegt grín og hlutdrægur með afbrigðum enda er hann kallaður á mínu heimili: Hr.Hlutdrægur.
Gaupi er öðruvísi karakter. Hann er með ömurlegasta grínið af þeim öllum en samt er hægt að hlægja að honum. Dæmi þegar ég var horfa á leik með Inter á Ítalíu. “Núna gefur Bergomi á Aron Winter, sem vinur minn í Grafavoginum kallar Veturliði og hann gefur fyrir, á Ronaldo sem sami vinur kallar Rögnvald, en hann sparkar himinhátt yfir.” Einnig þegar Beckham var nýbúinn að raka hárið af sér þá sagði hann:“Hann hefur rakað hárið af sér fyrir allan peninginn.”
Hörður, Arnar og Snorri æsa sig mikið yfir leikjum og það er bara af hinu góða.

Aðstoðarlýsarar þeirra eru nokkrir og finnst mér þeir Logi og Bjarni lang skemmtilegastir og auðvitað Guðjón Þórðarson þegar hann gat.
Bestu lýsarar norðan Alpafjalla voru Hemmi Gunn og Logi fyrir nokkrum árum þegar þeir lýstu Copa America keppninni og Meistara keppninni. Sjaldan gleymir maður því.

Að lokum þá finnst mér hryllilegt þegar þeir segja eftir t.d. 15 mínútna leik að lið sé að tapa þegar það er undir 1-0. Það er ekki eins og liðið sé búið að tapa. Maður segir að liðið sé UNDIR!!.
Finnið einnig upp á nýjum orðum. “Sparka himinhátt yfir”, “Brenna af”, “Falla í valinn”(Sem þýðir reyndar að deyja í fornsögunum)

Ég get ekki hætt nema ég segi að lýsara eru ekki mjög góðir íslenskusérfræðingar. Hjördís á RÚV segir t.d. : “Aftureldingsmenn”.
OK!!!
Nefnifall: (hér er) Afurelding
Þolfall: (um) Aftureldingu
Þágufall: (frá)Aftureldingu
Eignarfall (til)AftureldingAR
Samúel á RÚV er dæmi um góðan íslenskusérfræðing.

(vonandi er engin villa í þessari grein)

AggiSlæ