Í kvöld hefjast 1. og 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Í 1. deild eru þrír leikir, Þróttur - Víkingur, Þór - Leiftur og Tindastóll - Stjarnan.  Allir leikirnir hefjast klukkan 20.   Önnur deild hefst í kvöld á tveimur leikjum, á Selfossi taka heimamenn á móti Skallagrími og á Garðsvelli eigast við heimamenn í Víði og Haukar.
   Þjálfarar liða í fyrstu deild spáðu fyrir um sumarið, líkt og ævinlega, og spá þeir Stjörnunni og KA upp í úrvalsdeild.  Tindastóli og KS spá þeir falli í aðra deild.  Spáin er þessi:
1. Stjarnarn  -  73 stig
2. KA  -  72 stig
—————
3. Þór A.  -  68 stig
4. Víkingur  -  63 stig
5. Leiftur  -  45 stig
6. ÍR  -  40 stig
7. Þróttur R.  -  38 stig
8. Dalvík  -  19 stig
—————
9. Tindastóll  -  18 stig
10. KS  -  14 stig
   Spá annarrar deildar er þessi:
1. Haukar  -  74 stig
2. Skallagrímur  -  66 stig
—————
3. Afturelding  -  65 stig
4. Sindri  -  60 stig
5. Selfoss  -  54 stig
6-7. Leiknir R.  -  32 stig
6-7. Víðir  -  32 stig
8. Nökkvi  -  27 stig
—————
9. Léttir  -  22 stig
10. KÍB  -  18 stig
                
              
              
              
               
        



