Grindvíkingar unnu Blika í Kópavogi
              
              
              
              Grindvíkingar unnu Blika í miklum markaleik í Kópavogi í kvöld, 4:3, en Grindvíkingar komust í 4:1.  Enn eru Blikarnir að skora tvö mörk á lokamínútunum, en það gerðu þeir einnig á móti KR á dögunum.  Með sigrinum færðust Grindvíkingar upp fyrir Skagamenn, eru nú í fjórða sæti, eiga fræðilega möguleika á titlinum, en þeir verða að teljast afar litlir.
                
              
              
              
              
             
        




