Alf Inge Håland, fyrirliði Manchester City, er nú að jafna sig eftir smávægilega aðgerð á vinstra hnéi, en enskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að aðgerðin hafi orsakast af harkalegri tæklingu Roy Keane í nágrannaslagnum í Manchester.
“Þetta gekk ágætlega. Í raun þá myndi ég ekki kalla þetta aðgerð, þetta var meiri svona hreinsun.”
“Það sem ég vildi koma á hreint er að þetta er ekki hnéð sem fékk á sig höggið í nágrannaslagnum í Manchester, þrátt fyrir það sem sum dagblöðin hafa haldið fram. Það er vinstra hné mitt sem hefur verið að angra mig, en eins og greinilega hefur komið fram á Sky var það hægra hné mitt sem fékk á sig höggið.”
“Enn eitt dæmið um að blöðin kanna ekki heimildir sínar.”