Það eru alltaf fjölmargar sögusagnir um það hverjir séu að koma eða fara hjá Manchester United. Við kíkjum hér á nokkrar.

Manchester United eru sagðir vera á eftir ítalska framherjanum Vincenzo Montell, sem leikur með Roma. Fleiri evrópsk stórlið eru á eftir þessum 26 ára gamla landsliðsmanni, sem er verðlagður á litlar £22,5 milljónir.

Leeds og Manchester United berjast um að fá til sín ástralska landsliðsmanninn Brett Emerton. Þessi 22 ára gamli miðvallarleikmaður er yfirlýstur Manchester United aðdáandi, en Leedsarar búa að því að hafa fyrir tvo ástralska landsliðsmenn, þá Mark Viduka og Harry Kewell.

Peter Reid, stjóri Sunderland, hefur lýst því yfir að hann ætli sér ekki að kaupa hinn 22 ára gamla miðvallarleikmann Manchester United, Mark Wilson, en samningur hans rennur út í sumar. Líklegast er nú talið að hann fari til Ipswich.