Grindvíkingar steinlágu núna í fyrstu umferðinni fyrir Keflvíkingum. Grindvíkingar voru ekki að spila vel og það gekk illa að skapa sér færi, reyndar voru Keflvíkingarnir ekkert að spila neinn súperbolta en náðu engu að síður að knýja fram sigur í þessum baráttuleik. Keflvíkingar komust yfir snemma í leiknum með marki frá Hauka Inga eftir slæm mistök hjá Goran Lukic í vörn Grindvíkinga. Óli Bjarna jafnaði svo leikinn á 43. mínútu að ég held þegar hann skoraði úr víti sem Hallur (Ásgeirsson?) fiskaði, réttur dómur eður ei veit ég ekki, væri til í að sjá atvikið aftur.

Seinni hálfleikur var hálf bragðdaufur og lítið gerðist þangað til að Þórarinn (Kristjánsson er þægi?) skoraði sigurmark Keflvíkinga eitthvað um korteri fyrir leikslok. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en allt kom fyrir ekki og 1-2 ósigur Grindvíkinga var staðreynd. Jankó nýtti allar sínar skiptingar í leiknum og þriðji varamaður okkar var Gummi Bjarna, litli bróðir Óla Bjarna, en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Allt Grindavíkurliðið var í lakari kantinum í þessum leik og komst aldrei almennilega í takt við leikinn, en að mínu mati var Óli Bjarna skársti maður Grindvíkinga en hann stóð vel fyrir sínu í vörninni.

Grindavíkur liðið virtist alls ekki tilbúið í þennan leik en það er vonandi að þeir taki sig saman í andlitinu fyrir komandi leiki og nái að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til liðsins.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _