Hvernig fannst mönnum Valtý og Inga Birni takast upp við lýsingu á Fylki-KR ? 
Ég varð alls ekki nógu ánægður, þar sem ég sat heima og var að reyna að sitja á mér gagnvart Valtý. Hann verður að fara að lesa sér til um knattspyrnu, eða hlusta bara á sína fylgisveina tjá sig. Valtýr á bara að segja okkur hver er með boltann og hvað er mikið eftir. 
Annað ekki.
Á móti tel ég að Bjarni Jóh og Logi hafi staðið sig vel að undanförnu. þar eru fagmenn á ferð, eru báðir vel talandi og koma flóknum hlutum frá sér á einfaldan hátt. Hafa líka gaman af því sem þeir eru að gera. 
Valtýr á hins vegar bara að snúa sér að Bylgjunni kl. eitt eða 19-20. Ekki vera að skemma boltann fyrir okkur. 
Ég var orðinn svo langt leiddur að ég lækkað í sjónvarpinu og setti rás tvö á fullt í stofunni, þar sem Adolf og Lárus voru að gera þetta ágætlega. 
Getum við Huga-menn og konur ekki efnt til fjöldamótmæla og fengið Valtý í útvarpið….?
                
              
              
              
               
        





