Stoke City tapaði í gær seinni leiknum í úrslitakeppninni á móti Walsall 4-2. Þannig að það eru Reading og Walsall sem mætast á Millenium stadium um aukasæti í 1.deild.

Leikurinn í gær var ekki nægilega góður og í raun og veru áttu þeir ekki skilið að komast upp úr deildinni miðað við frammistöðu þeirra.Þeir náðu að komast yfir með fallegu marki frá Graham Kavanagh. En þegar bara örfáar mínútur voru eftir af seinnihálfleik þá skoraði Gavin Ward sjálfsmark en hann náði ekki taki á boltanum eftir hornspyrnu og boltinn fór inn í mark Stokara.

siðan í seinni hálfleik þá byrjaði Stoke hörmulega og þeir fengu 2 mörk á sig á 5 mínútna kafla. Síðan kom fjörða markið þegar að Wayne Thomas ætlaði að hreinsaboltanum úr vörninni en Walsall maður fór fyrir hann og Thomas sparkaði í hann og boltinn fór inn.
En Peter Thorn náði að minka muninn þegar lítið var eftir að leiknum.

Mörkinn sem Stokarar fengu á sig voru allveg ömurleg og þeir hefðu léttileg getað komið í veg fyrir.