Almunia eða Lehman?? Ég er nú Arsenal maður og horfði að sjálfsögðu á leikinn Arsenal vs. Man Utd. Nú er ég að spá í sambandi við “skógahöggsferð” Almunia í 3 markinu sem að Man Utd skoraði. Ég er að spá, hvor finnst ykkur betri, Almunia eða Lehman. Ég held að ég vildi frekar fá Lehman í markið. En það virðist vera sem mörg af þessum toppliðum, að minnsta kosti Arsenal, Man Utd og svo Liverpool fyrir nokkrum vikum hafi verið að setja varamarkmanninn inná, Man Utd (Tim Howard út og Carrol inn) Arsenal (Lehman út og Almunia inn) Liverpool (Kirkland inn og svo man ekki hvað hann hét sem fór út). En núna spyr ég, hver á að vera í markinu hjá Arsenal, og ætti Wenger bara að kaupa nýjan markmann???