Núna er ekki svo langt í 16 liða úrslit í Champions league og það fer varla fram hjá neinum og stærsti leikurinn þarna er á milli toppi Premier League og toppi La liga semsagt Chelsea og Barcelona.
Bæði liðin eru með nokkuð góða foristu á hin liðin í deildinni þannig að þau eru í svipaðri stöðu.
Núna spyr ég: Það lið sem að vinnur þennan leik, á það eftir að sanna að deild þess liðs er betri en hin deildin?
Semsagt ef að Chelsea vinnur mundi það þá sanna að Premier League er með betri lið en La liga og ef Barcelona vinnur á það þá eftir að sanna að La liga er með betri lið og er betri líga en Premier league??
Það er barnalegt ef einhver á eftir að svara að Chelsea er bara á toppi Premier league því að liðið er svo ríkt, því að CHELSEA Á SAMT SKILIÐ AÐ VERA ÞARNA!! Hvernig ættu þau annars að hafa komist á toppinn ef þau væru ekki betri en hin liðin??
Ég spyr að sjálfsögðu líka hvernig þið haldið að leikurinn fari og endilega spáið um aðra leiki eins og Juventus - Real Madrid (ef að Madrid vinnur þennan leik, er þá La liga miklu betri líga en Serie A? því að Juventus eru í fyrsta sæti á ítalíu en Real Madrid í öðru sæti í La liga), AC Milan - Man. Utd eða Arsenal - Bayern München!!
Endilega gefið ykkar álit!!

Kv. StingerS