Jæja þá. Liverpool er búið að vinna þriðja titilinn mér og okkur Liverpool mönnum til mikillar hamingju. Þetta er vægast sagt frábært. Leikurinn var spilaður í Dortmund og vann Liverpool 5-4 í framlengingu. Síðasta markið var sjálfsmark en ekki reyna að segja mér að Liverpool séu heppnir. Liverpool höfðu frumkvæðið allan leikinn en Alaves fylgdi þeim alltaf með mörkum sínum. Fyrsta markið gerði Markus Babbel með skalla eftir aukaspyrnu Mcallister. Annað markið kom á 12 mín. en það skoraði Gerrard eftir sendingu Owens. Fyrsta mark Alaves skoraði Alonzo með skalla framhjá Westerveld. Fjórða mark leiksins skoraði Mcallister eftir vítaspyrnu. Annað mark Alaves skoraði hinn snjalli framherji AlavesJavi Moreno. Síðan komu mörk frá Fowler (4-3) og frá Liverpool hataranum Jordi Cruyff fyrrverandi leikmanni Man Utd (4-4) Svo þegar komið var í framlengingu skoraði Delfi Geli varnarmaður Alaves. Einn galli var á markinu hans því hann skoraði í sitt mark og þar með sjálfsmark. Þvílíkur fögnuður, Liverpool var búið að vinna með “golden goal” og allt trylltist. Gary Mcallister leikmaður Liverpool var kosinn maður leiksins fyrir frammistöðu sína í leiknum, en Mcallister hefur leikið hreint ut sagt frábærlega í vetur með Liverpool en hann er 36 ára gamall. Fowler og Hyypia lyftu bikarnum fyrir Liverpool sem var soldið óvænt því að þegar Liverpool unnu bikarinn á laugardaginn lyftu Fowler og Redknapp bikarnum saman. Hyypia átti samt skilið að lyfta bikarnum því hann er frábær leikmaður.
Til fróðleiks þá er Liverpool fyrsta enska liðið til að vinna þessa þrennu þ.e. deildar,evrópu og ensku bikarkeppnina.
Ég óska hér með öllum Liverpool mönnum (þar á meðal mér) tilhamingju með sigurinn og bikarinn(í þriðja sinn).
Ég enda þetta með orðum frá Queen: We are the champions my friend, we´ll keep………..Ole Ole Ole Ole Ole