Margir sterkustu leikmanna Manchester United voru með í leiknum í kvöld, og þó svo að leikurinn hafi e.t.v. átt að heita vináttuleik, þá var hann það ekki.

Henrik Larsson átti skalla í stöng á 25. mínútu, United brunaði í sókn, Beckham sendi fyrir, utan af hægri kantinum, og Silvestre. sem lék í kvöld í skyrtu nr. 9, skallaði í markið.
Heimamenn voru vel studdir af 57.268 áhorfendum, þegar þeir reyndu að jafna. Sending Didier Agathe rataði fyrir fætur Larsson og síðar félaga hans í framlínunni, Bobby Petta, sem báðir náðu að skjóta en boltinn vildi ekki inn.
Jaap Stam fór meiddur af velli í lok fyrri hálfleiks, en Sir Alex Ferguson ákvað að breyta ekki liði sínu fyrr en í leikhlé, þegar Ronny Johnsen kom inn á í vörnina með David May.

Þeir 1.500 stuðningsmenn United sem höfðu drifið sig á völlin létu rækilega í sér heyra og sungu háfstöðum úti í einu horni vallarins.
Celtic gerðu fjöldamargar breytingar á liði þeirra í síðari hálfleiknum, en enginn varamanna þeirra fékk eins “hlýjar´” móttökur og Andy Goram, sem kom inn á í United markið um miðjan síðari hálfleik, en stuðningsmenn Celtic bauluðu rækilega á hann í rigningunni.
Það var síðan Bojan Djordjic sem skoraði seinna mark United, en hann vippaði boltanum fallega yfir markvörð Celtic af löngu, þremur mínútum fyrir leikslok. Djordjic átti fínan leik í kvöld lagði upp fjölmörg færi fyrir leikmenn United, með góðum rispum og fyrirgjöfum á vinstri vængnum.

Lið Celtic: Douglas (Kharine 30) (Gould 63) , Boyd (Mahe 73) , Stubbs (Vega 53) , Valgaeren , Lambert (Healey 65) , Lennon (McNamara 62) , Thompson , Petta (Smith 53) , Moravcik , Agathe , Larsson

Lið United: van der Gouw (Goram 64) , Irwin , May , Neville P , Stam (Johnsen 45)(Fortune60) , Silvestre , Beckham (Stewart 74) , Scholes , Butt , Giggs (Djordjic 59) , Sheringham.