Edgar Davids féll aftur Edgar Davids leikmaður Juventus á Ítalíu og einnig hollenska landsliðsins féll öðru sinni á lyfjaprófi í gær. Í þvagsýni hans fannst of hátt magn af stefalyfinu nandrolone en það er sama lyf og fannst í þvagsýni félaga hans hjá hollenska landliðsliðinu Frank de Boer. Davids heldur ennþá fram sakleysi sínu þrátt fyrir þessar niðurstöður. Davids á yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbanns.