Saga Manchester United (Rauðu djöflanna) byrjaði árið 1878 þegar hópur starfsmanna við járnbrautirnar stofnuðu Newton Heath knattspyrnu- og krikketliðið. Liðið komst í 2. deildina árið 1892. Ein ástæða þess að nafni liðsins var breytt árið 1902 í Manchester United var sú að eftir að liðið var flutt til Manchester voru leikmenn andstæðinganna iðulega að mæta á rangan völl. En upphaflega stóð til að kalla liðið Manchester Central en hætt við það því það þótti hljóma eins og nafn á lestarstöð. Uppástunga frá manni að nafni Louis Rocca um nafnið United varð á endanum fyrir valinu.

Árið 1902 í september réð Manchester United Ernest Mangall sem knattspyrnu-stjóra. Undir forystu Mangall komst liðið loks upp í 1. deild árið 1906 og Mangall sagði að þetta væri bara byrjunin.United vann sinn fyrsta meistaratitil árið 1908 og árið eftir vann liðið bikarkeppnina.

Heimavöllur Manchester United var Clayton Ground en ákveðið var að hætta að nota hann og áform lágu fyrir um byggingu nýs vallar á Old Trafford sem var tekinn í notkun 19. febrúar 1910. Þar vann United sinn fyrsta meistartitil vorið 1911. Eftir þann sigur lá leið þeirra niður á við og Mangall hætti og félagið var í miklum fjárhagslegum erfiðleikum meðal annars vegna mikils kostnaðar við byggingu nýja vallarins. Þegar svo að fyrri heimsstyrjöldin braust út 1914 náði United naumlega að halda sér í deildinni.

Árið 1920 hófst deildarkeppni aftur en frá því ári og fram undir 1945 lá leið liðsins aðallega niður á við. Á þessum árum höfðu margir knattspyrnustjórar komið og farið. Þegar Matt Busby var ráðinn árið 1945 varð vendipunktur í sögu liðsins og dregið er í efa að nokkur maður hafi fyrr eða síðar haft eins mikil áhrif á knattspyrnufélag og hann. Hann hafði háleit markmið og hagaði hlutunum eftir eigin höfði. Hann lagði ofuráherslu á unglingastarfið og vildi byggja liðið upp af leikmönnum sem alist höfðu upp hjá liðinu. Þegar hann tók við liðinu í október var það í 16. sæti en þegar tímabilinu lauk var það í 4. sæti.

Liðið þurfti að sætta sig við 2. sætið næstu 3 árin eða þar til þeir unnu bikarmeisaratitilinn á Wembley vorið 1948. Eftir að deildarkeppnin komst í eðlilegt horf eftir stríðið hafði liðið verið nálægt deildarmeistaratitlinum og loks kom að því að titillinn vannst tímabilið 1951-1952.

Það kom fljótt í ljós að meistaraliðið frá 1952 var skipað leikmönnum sem voru komnir af léttasta skeiðinu og United byrjaði tímabilið 1952 til 1953 illa. Þá kom sér vel að Busby hafði lagt mikla áherslu á unglingastarfið og hinir ungu leikmenn tóku stöður þeirra eldri. Það var svo tímabilið 1953 til 1954 að allt small saman og Manchester United varð meistari og ellefu stig skildu efsta og næst efsta lið. Engum duldist að Busby hafði sett saman lið sem hafði burði til að einoka enska knattspyrnu um árabil.

Stjarna hins unga liðs United skein skært í byrjun leiktíðarinnar 1957 til 1958 og voru liðsmenn ákveðnir í að láta til sín taka í Evrópukeppninni og binda endi á sigurgöngu Real Madrid. Draumurinn endaði þó á hörmulegan hátt þann 6. febrúar 1958. United hafði nýlokið leik, sem endaði með jafntefli, gegn Rauðu Stjörnunni í Belgrad, sem tryggði United áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppninni. Veður var vont á flugvellinum í München og eftir nokkrar tilraunir ákvað flugstjórinn að reyna einu sinni enn að koma flugvélinni í loftið og heim til Manchester. Flugvélin var við það að takast á loft þegar hún hægði skyndilega á sér og rann stjórnlaus inn í tré sem fyrir voru og hlutaðist í sundur. Sjö leikmenn liðsins fórust samstundis og tveir létust af sárum sínum nokkru síðar. Mikil sorg ríkti í Manchester og Englandi eftir að fréttir af slysinu bárust og flest lið Englands buðu United aðstoð og öllum reglum um félagaskipti og bikarkeppnisskuldbindingar leikmanna var aflétt fyrir United. En það breytti því ekki að liðið hafði misst nánast allt sitt og endurbyggja þurfti liðið frá grunni. Næstu ár voru því helguð uppbyggingu og leikmannakaupum og fyrr en varði var Manchester United aftur komið með lið sem gat ógnað þeim bestu.

25. maí 1963 vann United Leicester City í úrslitum bikarkeppninnar á Wembley. Síðan skyldi enn reynt við Evrópugullið og United komst loks í úrslit Evrópukeppninnar 1968 og léku þeir gegn portúgalska liðinu Benfica á Wembley og höfðu betur og hafði þá Busby loksins náð markmiði sínu. Bobby Charlton og Bill Foulkes voru þeir einu sem enn voru að spila knattspyrnu af þeim sem höfðu verið að spila þegar hið hræðilega flugslys í München varð og þess vegna varð tregafull gleðistund þegar þeir föðmuðu Matt Busby eftir leikinn. Manchester United hafði fyrst enskra liða tryggt sér Evrópumeistaratitilinn.

Matt Busby hætti sem knattspyrnustjóri árið 1970 og tóku þá við erfiðir tímar í sögu liðsins. United féll í 2. deild 1974 en komst strax aftur upp og vann Bikarmeistaratitilinn árið 1977 undir stjórn Tommy Docherty.

Það var svo ekki fyrr en Alex Ferguson tók við stjórn liðsins árið 1986 að ný gullöld hófst hjá liðinu. Það hafði verið beðið eftir verðugum arftaka Matt Busby og smám saman sýndi Ferguson að hann var sá maður. Hann blés nýju lífi í unglingastarf liðsins sem síðan hefur svo sannarlega skilað sínu. Alex er þó þekktur fyrir að vera skapbráður en nú nýlega kastaði hann fótboltaskóm í andlitið á David Beckham, leikmanni liðsins, og sauma þurfti tvö spor.

Bikarmeistartitillinn árið 1990 var fyrsta nafnbót United undir stjórn Ferguson. Árið 1993 vann United hina nýstofnuðu ensku úrvalsdeild með miklum yfirburðum. Liðið vann tvöfalt árið eftir en lenti í öðru sæti árið 1995. Þeir urðu aftur meistarar 1996 og 1997 og einnig unnu þeir bikarmeistaratitilinn 1996.

Margir halda því fram að Cantona sé besti leikmaður sem klæðst hafi United búningnum. Hann lék með liðinu í fimm ár eða frá 1993 til 1998 og þau eru sigursælustu ár í sögu félagsins.

Ferguson hefur tekist að gera það sama og Busby gerði eða að byggja upp frábært lið með strákum sem aldir eru upp hjá félaginu en til þess að vera talinn jafnoki Matt Busby er nauðsynlegt fyrir hann að leiða United til sigurs í Meistaradeild Evrópu.



Takk fyrir mig

MooN|DollY [T]

er bara bestu í boltanum