Heyrst hefur að Bergomi sé hættur að spila bingó á elliheimilinu og eigi eftir að styrkja lið Inter mikið í komandi átökum.
Hvað er í gangi með ítölsku deildina. Síðastliðin tvö tímabil hefur ekkert lið náð að gera neitt í evrópukeppnunum. Parma og Inter komast ekki einu sinni í gegnum forkeppni meistarakeppninnar.
Nú er svo komið að maður er farin að viðurkenna að enska deildin sé jafngóð ef ekki betri en sú ítalska.
Hvað er að klikka? Ekki vantar peninga til að kaupa, og ekki eru leikmennirnir slakir sem keyptir eru.
Eru leikmennirnir kannski of góðir, eru of margar stjörnur í hverju liði. Sjáið Inter, frábærir einstaklingar í hverri stöðu og á bekknum líka. Samt nær liðið engum árangri.
Mér finnst ekki spurning að liðin eigi að nota meira unga og efnilega ítalska leikmenn sem spila með hjartanu og hungra í sigur. Leikmenn eins og Comandini hjá Milan.