Það gekk ekki vel hjá Bradford þegar þeir litu við á Elland Road á sunnudag. 5-1 í hléi og fordararnir ansi pirraðir. Andy Mayers og gamli moli Stuart McCall rifust undir lok fyrri hálfleiks og Meyers sló McCall sem borgaði fyrir sig með að skalla félagann. McCall fékk smá skurð á augabrún en heldur því fram að Viduka hafi sett olnbogann í trýnið á sér fyrr í leiknum! Yfirvideoskoðarar hjá FA ætla að tékka á þessu því hvorki má kýla og skalla mót- né meðherja, jafnvel þó maður sé mjög pirraður. Jim Jefferies segir að þeir hafi sæst í hléi og þetta væri ekkert mál. “Svona er það bara þegar illa gengur” segir kallinn. Gott að hann er ekkert að stressa sig, gengur bara betur næst!