Tigana vill Harte. samkvæmt upplýsingum úr ensku pressunni ætlar Jean Tigana, stjóri Fulham að bjóða 8 millj. punda í Ian Harte, írska landsliðsmanninn hjá Leeds. Tigana ætlar að styrkja liðið talsvert fyrir átökin í úrvalsdeildinni næsta vetur og M. Al Fayed, stjórnarmaður og eigandi Fulham er til í að spenda fullt af seðlum. Drengurinn með sinn öfluga vinstri fót var lengi í gang í vetur, var settur alllengi út úr liðinu en hefur staðið fyrir sínu að undanförnu. O´leary, Leedsstjóri vill nú ekki missa menn úr hópnum þannig að ólíklegt verður að teljast að hann láti Harte fara. Hinsvegar hafa verið spekúlasjónir í marga mánuði, aðallega á teamtalk og soccernet, um að Harte og Bridges verði notaðir sem skiptimynt fyrir einhverja stórkalla í sumar, jafnvel Mills líka. Ég vil bara hafa Harte og Mills í bakverðinum, þetta eru stálkallar.