Ég hef nú oft séð Internazionale spila geldan bolta en ég hef sjaldan séð nokkurn klúbb í efstu deild Ítalíu jafn gersamlega á gargandi geitinni. Milanmenn fundu greinilega hvernig stemmingin var hjá hinum blásvörtu og í stað þess að pakka til baka í hálfleik, þegar staðan var 0-2, var höfuðið á Inter-hræinu endanlega skilið frá sofandi búknum með 4 til viðbótar. Sheva staðfesti sig sem besti striker í heimi (komm on - vill einhver þræta fyrir það lengur ?!?…..) og Serginho hækkaði sinn verðmiða hressilega með ótrúlegri frammistöðu; 3 mörk lögð upp og eitt skorað. Nú þegar Parma eru að hiksta á sprettinum er lag fyrir AC að hrifsa af þeim 4. sætið (hvað sosem JohnnyB & co hafa um það að segja…..).