Jæja núna er leikurinn búinn. Ég held að Stokara megi vera bara býsna ánægðir með 0-0 úrslitin í dag. Allavega miðað við það hvernig þeir spiluðu.

Britania Staduim völlurinn var alveg smekk fullur og er það held ég í fyrsta sinn sem uppselt er á völlinn og mér hefði fundist það að stokarar hefðu getað spilað betur að því tilefni. En Stokarar voru mjög óöruggir í byrjun og maður fann það alveg að stressið var mikið í herbúðum Stokara. Fyrri hálfleikur var alveg ömurlegur hjá Stoke og voru þeir bara heppnir að sleppa frá honum 0-0.

En það var allt annað Stoke lið sem kom inn í seinni hálfleikinn þeir voru miklu öruggari og betri en í fyrri hálfleik og síðan þegar Rikki kom inná þá var þetta lið að spila brillant fótbolta á köflum og Rikki var mjög óheppin að skora ekki einu sinni eða tvisvar. En Stokara urðu síðan einum leikmanni færii þegar Ben Petty var rekinn af leikvelli eftir 85 mínútur þegar hann reif einn Walsall mannin niður þegar hann var kominn í dauðafæri.

En leikurinn endaði 0-0 og ég held að Stokarar geti bara verið ánægðir með þau úrslit. Það er allveg ljóst að ef þeir ætla ða komast í 1.deld þá verða þeir að spila betur en þeir gerðu í fyrri hálfleik, enda var hann þeim alveg i skammar.