Barátta um stjórastól hjá Southampton! Sú saga gengur að bæði Harry Redknapp (fyrrv. West Ham) og Micky Adams (stjóri Brighton) hafi lýst yfir miklum áhuga á að taka við Southampton. Adams hafði verið orðaður við jobbið en eftir að Redknapp lýsti yfir áhuga hefur Adams rætt opinberlega um hvað það væri nú spennandi að fara til Southamton, þó hann sé voða ánægður hjá Brighton og bla bla (dauðlangar greinilega). Vitað er að Rupert Lowe, stjórnarformaður Southamton vill fá vanann kall í stólinn svo nú hefst baráttan. Sjálfur held ég að Adams væri betri, svona upp á framtíðina. Hann byggði upp lið Fulham og hefur verið í uppbyggingastarfi hjá Brighton og er eflaust klár. Ég sé ekki Redknapp fyrir mér á toppnum.