Fernando Torres. Ég ætla hér að skrifa um einn af mínum uppáhalds spilurum og einn af þeim fremstu í La liga á Spáni.
Ég er að tala um Fernando Torres sem er aðeins 20 ára gamall (1984). Það sem að gerði hann vinsælann hjá spánverjunum var þegar hann spilaði í spænska ungmannalandsliðinu og skoraði eina markið í leiknum Spánn - Frakkland = 1-0.
Þá fékk hann að vera með í aðal landsliði Spánar þegar að það spilaði á móti Þýskalandi sama ár.
Torres fór þá til spænska klúbbsins Atlético Madrid og skoraði 6 mörk í 38 leikjum þá önnina (01/02). Næstu önn, 02/03 skoraði hann svo 13 mörk í 29 leikjum. Torres er í rauninni eini markahrókurinn í Atl. Madrid og liðið má þakka honum fyrir 8 sætið í La liga akkurat núna.
Hann er sá allra dýrasti í Atl. Madrid og klúbbar eins og AC Milan og Barcelona hafa sýnt mikinn áhuga á honum. Hann hefur samt sagt nei og skrifað undir samning til 2008 hjá Atl. Madrid. Þetta hefur gert hann jafnvel vinsælli hjá Madrid búum sem að halda með minna Madridar liðinu Atl. Madrid.
Eftir að Spánn datt úr EM í Portúgal eftir 1-0 ósigur á móti Portúgal fór Torres bara að einbeita sér á La liga og vann næsta La liga leik á móti Malága 2-0, Torres skoraði 2-0 markið.
Þetta er Uppáhalds La liga spilarinn minn auk Ronaldinho og hann hefur oft verið kallaður “næsti Raul”. Ég vona að allt gengur vel fyrir hann og Atlético Madrid og vona að þið fylgist með honum.

Atl. Madrid 1-3 Malága
Fernando Torres fékk rauða spjaldið þegar það voru 10 mínútur eftir af leiknum.

1-3 var ekki okkar versti ósigur í dag. Það var verra að Torres fær ekki að spila í næsta leik!!
Manzano, þjálfari Atl. Madrid.


Kv. StingerS