Nú er ljóst að Bjarnólfur Lárusson mun leika með Eyjamönnum í sumar, en ekki er ljóst hvort hann verði í allt sumar eða einungis fram í ágúst, fái hann tilboð frá erlendu félagi. Bjarnólfur er 25 ára miðjumaður og lék síðast með Scunthorpe í ensku 3. deildinni. Þar áður lék hann með Walsall, Hibernian og Víking. Eyjamenn hava misst marga knáa knattspyrnumenn úr forðum sínum og má þar nefna sóknarmanninn sterka Steingrím Jóhannesson, sem genginn er í raðir Fylkismanna. Bjarnólfur lék síðast með Eyjamönnum frá árunum ‘93 til ’97.