Fjórir leikir voru á dagskrá Landssímadeildar karla í kanttspynru í kvöld. Á Ólafsfirði sigruðu gestirnir úr Vestmannaeyjum heimamenn í Leiftri með einu marki gegn engu, uppi á Skipaskaga lauk viðureign ÍA og Stjörnunnar með markalausu jafntefli, í Keflavík skyldu heimamenn og Fram jöfn, 3:3 og stórleikur umferðarinnar fór fram í Vesturbænum þar sem heimamenn tóku á móti spútnikliði Fylkis.
Fyrsta markið kom á 37. mínútu, þegar Þórhallur Hinriksson skallaði knöttinn laglega í netið eftir sendingu frá Guðmundi Benediktssyni. Snemma í síðari hálfleik jöfnuðu Fylkismenn leikinn og var Kristinn Tómasson þar að verki með hnitmiðuðu skoti úr vítateig. Andri Sigþórsson slapp svo einn í gegnum vörn Fylkis og skoraði örugglega fram hjá Kristjáni í marki Fylkis. Lokatölur 2:1. Fylkismenn eru enn í efsta sæti deildarinnar, eru með 29 stig, en KR-ingar koma næstir með 27 og eiga leik til góða á miðvikudag gegn Leiftri. Sigri KR-ingar þann leik komast þeir upp fyrir Fylki, í efsta sætið. Það er því ljóst að Íslandsmótið er galopið og æsispennandi lokasprettur framundan.