Tony Adams svo sannarlega sjónarsviptir.........
jæja góðan daginn.ég ákvað að skrifa hér smá pistil í kjölfar umræðna hér á huga um þá ákvörðun Tony Adams að hætta, menn hafa ýmist sagt gott kominn tími til eða eins og ég og nokkrir aðrir vilja segja að hann hafi átt eitt af sínum betri seasonum í ár eins og vinur hans Seaman sem hafa sannað sig þrátt fyrir háan aldur. Og höfum þetta á góðum nótum og tölum saman eins og fullorðnir menn. Hér hefur margt magnað farið fram á undan sem maður ætlar ekki að blanda sér í þótt maður sér arsenal maður. Bara eitt arsenal fékk fæst mörk á sig allra liða í evrópu 98 tímabilið þar sem þeir hömpuðu þrennuni svo jú það hlýtur að teljast ein besta vörn evrópu. Það verður gríðarlegur sjónarsviptir á vörninni þegar tony adams fer búin að vera fyrirliði síðan 88 held ég 13 ár jú það er engin spurning einn besti varnarmaður englands er að fara að hætta. Harry redknapp, beckham, sven göran, southgate o.fl o.fl o.fl hafa lofað adams nú á seinni árum og var hann í haust beðinn um að endurskoða þá ákvörðun um að hætta að spila með landsliðinu og taka fram landsliðsskóna á ný, og klæðast ljónstreyjunni á nýjann leik. Eftir leik landsliðsins í undanúrslitum EM 96 þegar Gareth southgate hafði klúðrað spyrnunni örlagaríku sneru flestir við hann bakinu og gengu niðurlútir til búningsklefans meðan Southgate sat eftir með kökk í hálsinum var það Tony nokkur Adams sem hughreysti þennan annars snjalla varnarmann, sama má segja um David beckham lét reka sig útaf, eftir leikinn var það tony adams sem stóð við bakið á honum og sagði honum að hann væri ungur að árumóg ætti margt ólært. Sherear var fyrirliði á em '96 en að því spurður hvernig honum þætti að bera fyrirliðabandið sagði hann að það skipti ekki máli hver bæri bandið Tony Adams væri alltaf leiðtoginn! þetta segir það sem segja þarf um að hér var á ferðinni einn besti varnarmaður Englands og besti varnarmaður arsenal frá upphafi.