Arsenal - Chelsea Eftir fín úrslit í síðustu tveim leikjum er snjóboltinn farinn að rúlla vel hjá Vopnabúrinu í London á ný. Eftir frábær úrslit gegn Birmingham (3-0) og Rosenborg (5-1) í Meistarakeppninni er sjálfstraustið í hæstu hæðum. Í næstu umferð, þeirri 17. glíma tvö efstu lið Úrvalsdeildarinnar og því sannkallaður stórleikur. Leikurinn verður á Highbury sunnudaginn 12. desember og hefst kl. 16.05. Arsenal hefur ágætt tak á Chelsea á Higbury tekið 83% stiga sem hafa verið í boði (6-2-0) í síðustu átta leikjum og 16-9 í mörkum.

04/09/1996 Arsenal 3 - 3 Chelsea (Merson,Keown,Wright)
08/02/1998 Arsenal 2 - 0 Chelsea (Hughes 2)
31/01/1999 Arsenal 1 - 0 Chelsea (Bergkamp)
06/05/2000 Arsenal 2 - 1 Chelsea (Henry 2)
13/01/2001 Arsenal 1 - 1 Chelsea (Pires)
26/12/2001 Arsenal 2 - 1 Chelsea (Campbell & Wiltord)
01/01/2003 Arsenal 3 - 2 Chelsea (Desailly 9, Bronckhorst 81, Henry 82)
18/10/2003 Arsenal 2 - 1 Chelsea (Edu 5, Henry 75)

Á síðustu leiktíð var Chelsea oft í heimsókn. Í deild, bikar og Meistarakeppninni.

Arsenalklúbburinn fékk fína afmælisgjöf fyrir rúmu ári. Tæplega 200 manns sáu stórmeistarajafntefli í uppsiglingu, korter eftir. Pires með knöttinn og sendir inn í teig. Carlo Cudicini náði til knattarins en verpti stóru eggi. Missti kappinn ekki boltann milli fóta sér og var Henry við öllu búinn, stýrði hann boltanum í nefið. Mark Edu kom eftir aukaspyrnu með viðkomu í Blúsara. Crespo jafnaði þrem mínútum síðar með góðu marki.

Nýársleikurinn 2003 var góður, við vorum 3-0 yfir og stutt til leiksloka en þá komu tvö Chelsea mörk.
Ég man vel eftir mörkunum hjá Hughes 1998, góð mörk utan teigs, nokkuð sem mætti bæta hjá okkur í dag.
Mörkin tvö hjá Henry árið 2000 voru einnig mjög sérstök, tær snilld hjá snilling.

Frá 1999 til apríl 2004 spilaði Arsenal 17 leiki við Chelsky án þess að tapa. Svo kom óvænt tap á Highbury á versta tíma í 8 liða úrslitakeppni Meistaradeildarinnar.
Chelsea hefur ekki unnið Arsenal síðan 1995 í deildinni en þá tapaðist leikur á brúnni 1-0 og skoraði Mark Hughes markið.

Þessi leikur verður einnig áhugaverður fyrir einvígi kantmannanna. Ljungberg - Pires gegn Robben - Duff en þegar Chelsea náði Robben í gang fóru stærri sigrar að vinnast hjá þeim í deildinni.
Á móti þessum öflugu kantmönnum eru svo feikna skemmtilegir bakverðir, Lauren - Cole og Gallas - Bridge.
Einnig verður þessi leikur fyrir peningaeinvígi. Arsenal rekið af gömlum enskum gildum en Chelsea af vafasömum olíugreifagróða. Peter Hill-Wood gegn Roman Abramovich.

Nú þurfum við sigur til að saxa á forskot Chelsky, tökum leikinn með einu marki, 1-0 frá Henry. Líklegt byrjunarlið.

Almunia
Lauren Toure Campbell Cole
Ljungberg Fabregas Flamini Pires
Henry Bergkamp

Arsenal hefur leikið 157 við The Blues síðan 1907. Unnið 67 leiki (43%). Samið um 46 jafntefli og tapað 44 leikjum. Markatala 234 gegn 194.
Risaslagurinn verður að sjálfsögðu sýndur á Skjá 1.

Everton á nágrannaslag við Liverpool kl. 12.45 á laugardag.

Rifjum upp stöðuna milli ára e. 16. umferð.
1. Arsenal. 16 30-11 38 – 1. Chelsky 16 31-06 39
2. ManYoo.. 16 32-10 37 – 2. Arsenal 16 42-20 34
3. Chelsky. 16 30-12 36 – 3. Everton 16 20-14 33
4. Fulham.. 16 28-11 25 – 4. ManYoo. 16 22-10 30
5. Newcast. 16 25-20 24 – 5. MBoro.. 16 27-20 28

Shearer 15 …………….. Henry .13
RVN…. 12 …………….. Pires . 9
Henry.. 10 …………….. Johnson 9
Saha… 10 …………….. Hasselb 7
Owen… 8 ……………… Bellamy 7
Anelka. 8 ……………… Baros . 7

Arsenal 4 stigum á eftir áætlun. Chelsea með einum sigri meira enn í fyrra og fengið sex mörkum færra á sig. Everton stendur sig frábærlega og ætlar ekkert að springa.
ManYoo 7 stigum á eftir áætlun og tíu mörkum.
Töluverð breyting á markaskorurum, Henry eini á topp 6.