Royal League. Þekktustu deildirnar í Evrópu eru örugglega enska, ítalska, spænska og þýska deildinn og franska og portúgalska koma svo á eftir.
Flestir vita líka um Champions leagur og UEFA cup en það sem ekki svo margir vita um er nýa lígan Royal League.
Fyrir stuttu var settur lokapunktur á allar deildirnar í Skandinavíu. Superligaen (dk), Allsvenskan (se) og Tippseligaen (no).
Núna er byrjað Royal League þar sem að þau lið sem að enduðu í fjórum fyrstu sætunum í öllum þremur deildunum keppast.
MFF (Malmö) sigraði sænsku deildina fyrir um það bil mánuði með miklum fagnaði hér í Malmö.
Hin þrjú liðin frá Svíþjóð eru IFK Göteborg, Djurgården (í Stokkhólmi) og Halmstads BK.
Dönsku liðin eru meistararnir FC Köbenhavn, Odense Boldklub, Esbjerg FB og Bröndby IF.
Sterkasta landið með sterkustu liðin, Noregur er með þessi 4 lið: Rosenborg (Þrándheimur), SK Brann (Bergen), Vålerenga (Oslo) og Tromsö.
Royal League er byrjað og Norsku liðin eru að standa sig lang best. Vålerenga stendur þar uppúr og eru að spila betur er meistararnir Rosenborg. Árni Gautur Arason spilar hjá Vålerenga og er að standa sig frábærlega í markinu. Það má líka nefna að Gunnar Heiðar Þorvaldsson er að standa sig frábærlega hjá Halmstads BK og er búinn að skora frábært mark.
Halmstads Bk er einmitt sá sænski klúbbur sem er að standa sig best núna því að Malmö töpuðu á móti Brann nýlega. Norsku liðin standa alveg uppúr og ég sá að Norsku liðin eru búinn að skora 22 mörk eftir 3 leiki. Sænsku 16 og dönsku 9. Núna er ennþá bara riðlaspil í gangi með þremur riðlum og það lýtur út fyrir að norsku liðin eiga eftir að komast flest áfram. Þá sérstaklega Vålerenga sem er eina liðið sem er búið að vinna alla sína leik og er með 9 stig í sýnum riðli.
Royal League er eiginlega bara keppni um peninga en ekki neitt sæti í UEFA cup eða Champions league.
Liðin sem að keppa í Royal League fá öll 1.250.000 norskar krónur (12.500.000 ISK) fyrir að komast í deildina. Fyrir hvern einasta sigur í riðlakeppninni fá liðin 250.000 norskar krónur (2.500.000 ISK) og fyrir jafntefli í riðlakeppninni fá þau 125.000 NKR. (1.250.000 ISK). Ef maður kemst áfram úr riðlakeppninni fá liðin 1.250.000 NKR (12.500.000 ISK) og ef þau vinna í leikjunum sem koma eftir riðlakeppnina fá liðin 500.000 NKR (5.000.000 ISK) og 250.000 NKR (2.500.000 ISK) fyrir jafntefli. Svo fá þau 1.000.000 (10.000.000 ISK) norskar krónur fyrir að komast í úrslit og 3.000.000 norskar krónur (30.000.000 ISK) fyrir að vinna úrslitin og allt þá. Ekker smá háar tölur.
Þetta er mjög skemmtileg deild og ég veit ekki hvort það sé hægt að horfa á þetta á Íslandi en hér í Svíþjóð er þetta sýnt á Kanal 5, í Danmörku á Kanal 5 og á TV Norge í Noregi.
Annars getið þið alltaf náð í upplýsingar á www.Royal-league.dk.

Kv. StingerS