Hermann Hreiðarsson, landsliiðsmaður í knattspyrnu, var á dögunum seldur frá Wimbledon til Ipswich fyrir 4 milljónir punda, eða um 480 milljónir króna, sem er sama upphæð og Chelsea greiddi fyrir Eið Smára Guðjohnsen. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Ipswich. Brentford, félagið sem Hermann lék áður en hann gekk í raðir Wimbledon, græðir vel á sölu hans til Ipswich því það var inni í samningnum milli Brentford og Wimbledon að seldi Wimbledon Hermann fengi Brentford 15% af söluverðinu. Þar sem Hermann hefur ekki enn leikið 50 leiki með Wimbledon lækkar sú fjárhæð um 50 milljónir en Brentford fær samt um 70 milljónir króna í sinn hlut.