Eins og flestir hér vita er Barcelona í fyrsta sæti La liga og Real madrid eru akkurat núna í öðru sæti. En það sem að kanski ekki allir hér vita er að Barcelona hafa skorað 20 mörk í La liga en Real madrid bara 10.
10 marka munur sem að bendir á þennan klassíska 1-0 sigur hjá Real madrid. Afhverju ætli þetta sé alltaf svona??
Líklegasta svarið er vörnin. Hjá Barcelona er vörnin það allra besta og þá er ég ekki bara að tala um varnarmennina heldur hjálpa sóknarmennirnir mikið til líka. Dæmi um þetta er í leiknum á móti Deportivo um daginn. Þá voru Deportivo spilararnir með boltann á sínum helmingi og voru að reina að vinna boltann yfir á hinn helminginn með sendingum. Þar voru 4 Deportivo spilarar en 8 Barcelona spilarar, allir í kringum boltann, þar á meðal Ronaldinho og Xavi. Þetta endaði með því að Barelona vann boltann. Náðu sendingu á Guily sem að sendi á Eto'o sem skoraði.
Svo kemur dæmið hjá Real Madrid. Ég er ekki alveg viss um við hverja þeir voru að keppa en þeir voru í bláu allavegana. Real madrid spilararnir voru allir út um allt og einn Real madrid spilari var með boltann á vinstri kantinum. Hann leit í kringum sig og sá næstum alla spilarana sína á hinum helmingnum af vellinum eða fyrir aftan hann. Hins vegar voru 4 andstæðingar í kringum hann og þetta endaði með að hann reyndi að komast sjálfur í gegn og misti boltann. Boltinn lendir á andstæðingi sem stendur við hliðina á Roberto Carlos og hvað gerir Carlos? hann byrjar að skokka í áttina að Real Madrid helmingnum í staðinn fyrir að fara í andstæðinginn sem að fær þess vegna nóg pláss fyrir framan sig til að hlaupa inn í sókn.
Afhverju er þetta svona þá hjá Real Madrid??
Ég held að aðal ástæðan sé að, eins og svo margir vita eru allt og margir topp spilarar hjá Real Madrid (Zidane, Ronaldo, Owen, Beckham, Carlos og margir fleiri) og þeir eru allir þekktir fyrir að vera góðir í sókn og skora mikið en þeir hugsa allir að þeir eiga kanski ekki að taka svo mikið þátt í sókninni og þá klúðrast boltinn.
Þetta er aðal vandamálið hjá Real Madrid og á eftir að gefa Barcelona sigurinn í La liga þessa önn.

Kv. StingerS