Það má alveg segja að Valencia hafi náð jafntefli við Leeds á Elland Road í gærkvöldi i Meistaradeildinni. Þetta var snilldarleikur þrátt fyrir 0-0 jafntefli. Rosalega barátta en engin hræðileg brot og aðeins 2 menn fengu spjöld - í seinni hálfleik. Báðir markmenn sýndu snilldartilþrif og gríðarleg barátta sem skilaði báðum liðum nokkrum færum. Smith var að vanda ótrúlega duglegur, jafnvel einum of því hann skallaði einu sinni framhjá þegar Viduka beið eftir að skalla í autt markið. Miðað við gengi Leeds á móti Deortivo á Spáni lítur þetta ekki alveg nógu glimrandi út en kosturinn er að þeir fengu ekki á sig mark. Þeir töpuðu 3-2 fyrir Real á Spáni í frábærum leik þannig að enn er fínn séns. Það verður ekki af þeim tekið að þeir eru að spila skemmtilegan bolta.
ps. Collina dæmdi afar vel. ég er mjög ánægður með dómgæsluna í undanförnum leikjum í meistaradeildinni.