Komum Knattspyrnuáhugamálinu aftur í gang

Ég t.d. var að senda inn 2 aðrar greinar því að mér leiddist greinaleysi á þessu áhugamáli.(Mínar fyrstu greinar)
Hvar sem maður fer hér um þetta áhugamál þá heyrist alltaf “Dautt, áhugamálið knattspyrna er dautt.”
En ég segi það að við verðum að standa saman og skrifa og skrifa til að þetta áhugamál deyji ekki út.


Hver veit hve margir börðust fyrir því að fá þetta áhugamál stofnað. Og svo látum við það lygnast útaf.
Nei segi ég. Hérmeð ætla ég að vera margfalt virkari á þessu áhugamáli en ég hef verið. Og ég vona einnig ykkar vegna að þið hjálpið til.
Því að ef þið viljið sjá eitthvað á þessu áhugamáli þá skuluð þið koma ykkur vel fyrir fyrir framan tölvuna og byrja að skrifa.
Afhverju? Jú því að þið getið ekki fengið allt upp í hendurnar heldur þurfið þið að leggja eitthvað af mörkum líka.



Getið þið sagt mér hversu margir hafa hvartað yfir greinaleysi hérna og getið þið ýmindað ykkur hversu fáir hafa gert eitthvað í því. Tökum okkur nú saman í andlitinu og björgum þessu áhugamáli ok. Ég segi koma svo gott fólk látum greinarnar flæða svo að stjórnendurnir hér fái aftur að kynnast greinastíflum.


Ykkar einlægur
Oli30