Þann 5.nóv kom tilkynning frá Tottenham um það að Þjálfari liðsins Jacques Santini Myndi fara frá Wite Hart Lane. Santini, sem að tók við Tottenham í byrjun tímabils, fór fram á það að hann færi eftir að hafa ákveðið að fara aftur til Frakklands af persónulegum ástæðum.

Santini gaf út eftirfarandi:“Minn tími hjá Tottenham hefur verið eftirminnilegur og það er í mikilli eftirsjá sem að ég fer frá félaginu.”

Frank Arnesen bætti við,"Við erum auðvitað leiðir yfir því að Jacques er að fara frá okkur. Við virðum fyllilega ákvörðun hans. Ég get fullvissað ykkur um það að Klúbburinn mun bregðast snögglega við til þess að minnka sem mest þann skaða sem verður við brottför Santinis.

Fyrrum aðstoðarmaður Santinis, Martin Jol mun því stjórna liðinu í leiknum gegn charlton.

Heimildir: www.spurs.co.uk