Zinedine Zidane er alveg grjótviss um að lið hans Juventus verði liðið sem hampar “Lo Scudetto” í lok þessarar leiktíðar. Það verður ákveðið uppgjör í næstu umferð ítalska boltans þegar topplið Roma mætir Juve. Eins og staðan er í dag hefur Roma 63 stig en Juventus 57. Þetta er því sex stiga leikur eins og þeir gerast svakalegastir. Zidane fullyrðir að sínir menn vinni Roma og þá séu fimm umferðir eftir til að vinna upp 3 stiga forskot Rómverja, sem verði ekkert stórmál því því sálrænt séð verði Roma í rusli eftir tapleikinn um næstu helgi. Sigri Batistuta og félagar hinsvegar eru þeir með vænlega stöðu og níu stiga forskot.
Þetta verður afar spennó…