Vialli stjóri Watford Nú er búið að staðfesta að Vialli verður eftirmaður Taylor hjá Watford. Vialli skrifaði undir þriggja ára samning.
Vialli, sem var eins og flestir vita rekinn frá Chelsea eftir aðeins 5 leiki þessa tímabils, er nýlega búinn að öðlast fullgild þjálfararéttindi, sem hann býst við að nýtist honum vel.
Hann segir að hann hafi séð á þessu námskeið margt sem hann gerði vitlaust hjá Chelsea, og sé því betur í stakk búinn að þjálfa núna.
Hann segist ekki bera kala til Chelsea, og að sjálfsögðu sé stefnan sett á úrvalsdeildina.
Þótt ekki hafi frést neitt af leikmannakaupum, er þó víst að Vialli kemur til með að safna til sín fóki sem hann hefur starfað með áður, þ.e. þjálfara og umsjónarmenn.
Hann tekur við af Taylor 1. júlí.