Kanu, NFA og Arsenal NFA (Nigeria Football Association) hefur samþykkt beiðni Arsenal um að fá að vera “excused”. Arsenal senti NFA fax á mánudaginn þar sem þeir báðu um að hafa Kanu um næstu helgi og NFA samþykkti það þrátt fyrir að eiga leik við Líbería sem þeir verða að vinna til þess að eiga möguleika á heimsmeistarakeppninni.

Nfa sagði líka að þeir væru hættir að hafa áhggjur af þessum “stóru” nöfnum og væru komnir með þjálfara sem ætlaði að byggja landslið meira á “local” mönnum og kannski nokkrum úr Evrópu.

Ég skil ekki af hverju Wenger er að stressa sig alltaf svona á landsleikjum Kanu, hann notar hann voða lítið. Mér persónulega finnst að Wiltord hafi aldrei átt að koma til Arsenal heldur að nota Kanu meira. Hann var eitt sinn talinn efnilegasti striker í heimi. Spurning hvort Kanu verði svo eitthvað með á móti Leeds, eða var hann bara að fá frí frá landsliðinu fyrir ekki neitt ?