Trílógíunni lýkur hér með síðustu 4 liðunum af þeim 12 sem ég ætlaði að fara yfir.

ÍA.
Skagamenn hafa misst einn allraefnilegasta varnarmann landsins, Kristinn Darra Röðulsson, til Fram og það gæti vel verið að fleiri fylgi á eftir og yfirgefi liðið en margir eru enn með lausa samninga í liði Skagamanna.
Að vanda hafa leikmenn verið orðaðir við liðið, fáir þó, en helst Fróði Benjaminsen fyrrum Framari. Þess má geta að félagi hans Hans Fróði virðist vera við það að handsala samning við Breiðablik.
Varðandi samningamál Skagamanna þá hafa Gunnlaugur Jónsson, Hjálmur Dór og Reynir Leósson skrifað undir á síðustu dögum en meðal þeirra með lausa samninga eru:Ellert Jón, Hjörtur Hjartar, Pálmi Haraldsson, Stefán Þórðarson og bróðir hans, Þórður.
Haraldur Ingólfsson er hættur.
Grétar Rafn er farinn í atvinnumennsku til Young Boys Bern.
Viðræður við Óla Þórðar um áframhald á samningi hans eru í gangi.
Tvíburunum Arnari og Bjarka var boðið að koma til ÍA en neituðu og skrifuðu undir hjá KR.

Víkingur.
Liðið missti helsta varnarmann sinn, Sölva Geir til Djurgården á miðju tímabili og nú er Kári Árnason (einn helsti miðjumaður Víkings) líka farinn til Djurgården.
Sigurður Jónsson þjálfar liðið áfram næsta sumar.
Daníel Hjaltason er líklega á leið í Leikni.
Martin Trancík verður ekki með á næstu leiktíð.
Höskuldur Eiríksson verður með en hann skrifaði undir nýjan samning fyrir stuttu.
Erlendu leikmennirnir verða ekki með á næsta ári, a.m.k. ekki þeir sem voru á láni.

Þróttur.
Björgólfur Takefusa er hugsanlega á leið heim en Hjálmar Þórarinsson gæti verið á leið í atvinnumennsku og Sören Hermansen hyggst reyna fyrir sér í Ástralíu næstu mánuðina.
Ásgeir Elíasson verður áfram með liðið.
Henning Eyþór Jónasson hefur skrifað undir og verður með.
Hans Sævarsson er sterklega orðaður við Fylki þessa dagana.
Stefán Logi Magnússon verður líklega látinn fara en Þróttarar eiga ekki beinlínis í markvarðavandræðum.

Valur.
Gummi Ben og Kjartan Sturluson gengu til liðs við Val fyrir stundu, liðsstyrkur fyrir Val þar á ferðinni.
Þórhallur Dan er orðaður við mörg lið en helst Val.
Willum Þór verður með liðið næsta sumar, hann tók við af Njáli Eiðssyni sem Hemmi Gunn rak í beinni eins og frægt er orðið. Valsmenn ræddu einnig við Sigurð Jónsson um að taka við liðinu.
Valsmenn ætla sér að fá 4 leikmenn til viðbótar til liðsins fyrir átökin í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Ég þakka fyrir mig og vona að ég hafi veitt einhverjum góða innsýn inn í leikmannamarkaðinn á Íslandi.