Páll Guðlaugsson þjálfari Keflavíkur hefur verið rekinn frá félaginu.Að sögn Páls er hann ánægður að hafa endst svona langt eða í 11 mánuði og segir hann að flest allir aðrir þjálfarar keflavíkur hafa verið reknir mun fyrr á tímabilinu.Páll hefur verið mjög óánægður hjá félaginu á þessum tíma sem hann hefur verið þjálfari þess og segir hann að hann hafi ekki fengið frið frá stjórn Keflavíkur sem hefur greinilega verið að angra hann eitthvað í sambandi við skipulag hans á þjálfuninni.Búið var að vara Pál við að taka við þessari stöðu en hann lét það fljúga út um hitt eyrað og tók þessari stöðu sem hann greinilega hefði ekki átt að gera.Keflvíkingar sitja nú í 6 sæti deildarinnar með 17 stig en eru aðeins 5 stigum frá fallsæti sem verður að teljast heldur slakur árangur hjá svona snilldarliði eins og það er.Dusty hefur heimildir fyrir því frá tailenskum álfi að Arsene Wenger fyrrverandi þjálfari Arsenal mun taka við stöðu Keflavíkur.Arsene hefur ekkert tjáð sig um málið en segist vera að kanna þetta boð sem hann hefur fengið og mun hann taka sér frí næstu helgi og chilla uppí fjallakofa á vatnajökli til að hugsa málið.Við bara vonum sannarlega að Arsene Wenger muni taka þessari stöðu og koma kannski með nokkra leikmenn með sér frá Arsenal bara svona til að lyfta aðeins upp móralnum í keflavíkur liðinu.