Enska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að kortafyrirtækið “Barcleycard” verði styrktaraðili ensku úrvalsdeildarinnar næstu þrjú árin. Þessi nýi samningur er áætlaður að verðmæti 48 milljónir punda en Carling sem styrkt hefur deildina að undanförnu ákvað að hætta því. Carling samningurinn var að verðmæti 36 milljóna þannig að innkoman hjá knattspyrnusambandinu hækkar um 1/3. Richard Scudamore, stjórnarmaður í “Premierleague” (á mynd) var voða glaður þegar hann tilkynnti þetta og næstu ár heitir deildin “Barclaycard-deildin”