Magnús til Örgryte
              
              
              
              Keflvíkingurinn Magnús S. Þorsteinsson fór í morgun til Svíþjóðar, þar sem úrvalsdeildarliðið Örgryte hefur hann til reynslu fram í næstu viku.  Keflvíkingar fara í æfingaferð til Hollands í næstu viku og er þá ætlun leikmanna og þjálfara Örgryte að fylgjast nánar með Magnúsi, sem er átján ára gamall.  Hann lék átta leiki með Keflvíkingum síðasta sumar og skoraði í þeim eitt mark.  Íslendingurinn Jón Pétur Róbertsson þjálfar unglingalið Örgryte og sér einnig um að finna efnilega leikmenn fyrir félagið.
                
              
              
              
              
             
        



