George Best Norður Írinn George Best var einn af bestu knattspyrnumönnum heims ef ekki sá besti á sjöunda áratugnum og í byrjun þess áttunda. Hann er fæddur í Belfast árið 1946 og þótti snemma sýna undraverða hæfileika með knöttinn hæfileika sem engin orð fá lýst.
George Best gekk ungur til líðs við Manchester United. Þar lék hann stórt hlutverk allt frá 1963 til 1974 en þá var farið að síga á ógæfuhliðina í einkalífinu og Bakkus orðinn nánasti vinur hans. Að baki voru þá glæsileg tímabil sem meðal annars höfðu skilað Manchester United tveimur Englandsmeistaratitlum keppnistímabilin 1964-65 og 1966-67 og sigri í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968. Þá var George Best kosinn Knattspyrnumaður ársins bæði á Englandi og Evrópu þetta síðastnefnda ár og kom það engum á óvart.
Alls lék Best fjögur hundruð sextíu og sex deildar-,bikar-,deildabikar- og Evrópuleiki fyrir Manchester og skoraði í þeim 178 mörk . Síðar milli drykkjutúra lék hann einnig nokkra leiki neðrideildarliðum á Englandi (Fulham, Stockport og Bournemouth) og Hibernian í Skotlandi, Los Angeles Aztecs, Fort Lauderdale Strikers og San Jose Earthquakes í Bandaríkjunum og Brisbane Lions í Ástralíu. Hann dvaldi þó stutt á hverjum stað. Hann lék þrjátíu og sjö landsleiki fyrir Norður Írland og skoraði í þeim 9 mörk.

Mér langar að skrifa svoldið upp úr ævisögu hans The Good the bad and the bubbly eftir Ross Benson.

Ég var mjög grannur krakki. Fæturnir á mér voru eins og eldspýtur og ég neitaði að vera í leikfimi nema þá í sérstökum fötum því ég skammaðist mín svo fyrir það hversu væskislegur ég var . Samt gekk mér vel í íþróttum. Ég tók þátt í öllum greinum á íþróttadegi skólans; hástökki, langstökki og 100 og 200 metra hlaupi og vann þær flestar.
Eitt árið hefði ég líklega unnið allar greinanar (nema hástökkið ég var svo lítill) ef ég hefði ekki skammast mín svo fyrir holdarfar mitt. Ég hafði nýlokið við að vinna langstökkið og fór beint í 100 metra hlaupið. Hinir hlaupararnir voru fáklæddir en ég var í skólaskyrtunni og vildi ekki fara úr henni. Við tókum okkur stöðu og svo fóru allir af stað- nema ég. Vindurinn bjó til segl úr skyrtunni minni. Ég reyndi að hlaupa en gat það ekki. Loks komst ég af stað en varð síðastur í mark.