Nú er komið á hreint hvaða lið mætast í undanúrslitum deildabikarsins og verða það Grindvíkingar(mínir menn) og KR-ingar
hins vegar og FH og ÍA annars vegar en FH sló einmit spútnikslið Breiðabliks, en þeir voru búnir að vera hreint frábærir í riðlakeppninni en heppnin var ekki með þeim. Grindvíkingar er núverandi deildabikarmeistarar og munu þeir ekki láta deildarbikarinn úr greipum sér svo glatt. KR-ingar hafa oft spilað betur en ég tel samt að þeir eigi eftir að verða Íslandsmeistarar, þeir eru hreinlega bestir.
FH og ÍA verður örugglega toppviðureign þar sem FH-ingar vilja hefna sín síðan í fyrra þegar ÍA sló FH út í Coca-Cola bikarnum eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Mín spá er sú að í úrslitum munu mætast Grindavík og FH þó svo að KR-ÍA verði örugglega toppviðureign en ég held að viljin sé meiri hjá þessum liðum (Grindavík-FH) þar sem deildarbikarinn er ekki svo mikilvæg keppni.